135. löggjafarþing — 45. fundur,  14. des. 2007.

ráðstöfun á söluandvirði Landssímans hf.

304. mál
[14:24]
Hlusta

Frsm. minni hluta efh.- og skattn. (Pétur H. Blöndal) (S) (andsvar):

Frú forseti. Aftur verð ég að vísa til þess að umræðu um fjárlög er lokið. Það er búið að samþykkja þau sem lög. Ég skil bara ekkert í hvers vegna menn eru að ræða um fjárlög núna þar sem þau atriði sem hv. þingmaður nefndi eru allt saman atriði sem eru í fjárlögum. Það sýnir ef til vill það grundvallaratriði sem ég benti á að þetta stenst kannski ekki stjórnarskrá þar sem ég var að benda á að svona lagasetning eins og við ræðum hér breytingu á stenst ekki stjórnarskrá.

Ég bjóst við að hv. þingmaður mundi ræða um það grundvallaratriði en þær breytingar sem hér eru lagðar til eru bara ekki í samræmi við þau fjárlög sem búið er að afgreiða sem lög.