135. löggjafarþing — 45. fundur,  14. des. 2007.

vátryggingarsamningar.

163. mál
[15:49]
Hlusta

Steingrímur J. Sigfússon (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég ætla ekki að gera eiginlegar efnislegar athugasemdir við ræðu hv. þm. Jóns Magnússonar. Ég læt öðrum eftir að reyna að fá botn í afstöðu hans. Ég fullvissa hv. þingmann um að það er óþarfi að hafa áhyggjur af afstöðu okkar vinstri grænna í þessum efnum eins og mér heyrðist hv. þingmaður hafa. Ég vísa þar til nefndarálits, breytingartillögu og framsöguræðu fulltrúa okkar í nefndinni, hv. þm. Atla Gíslasonar.

Ég leyfi mér svo í allri vinsemd að vekja athygli á því að hv. þm. Jóni Magnússyni dugðu ekki minna en tæpar 35 mínútur til að koma afstöðu sinni til skila.