135. löggjafarþing — 45. fundur,  14. des. 2007.

vátryggingarsamningar.

163. mál
[16:17]
Hlusta

Höskuldur Þórhallsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka ábendingarnar í andsvari hv. þm. Jóns Magnússonar. Jú, ég tel að það rétt. Það er varasamt að vísa í ummæli á nefndarfundi. En mér fannst ég þurfa að svara því vegna þess að ég skildi þau ummæli á annan hátt en hv. þingmaður.

Ég get á vissan hátt tekið undir að takmarka megi þessar upplýsingar þegar um háar fjárhæðir er að ræða og kannski hefði verið tilefni til að gera ráð fyrir því í frumvarpinu. Ég tel hins vegar að hér sé um mjög jákvætt skref að ræða, að verið sé að móta og skýra löggjöfina sem ég tel afskaplega jákvætt.

Það er rétt að dómstólar eiga að kveða úr um ágreining þann sem hv. þingmenn hafa vísað til. Ég vil bara vara við því að menn vísi hér í einhvern lögfræðilegan ágreining. Maður hefði vonast til þess að þetta kæmi fyrir dómstóla landsins.

Það sem ég var hins vegar að segja er að í löggjöfinni eigum við sem lagasetningarvald að veita skýrar upplýsingar um hvaða leið við viljum að dómstólarnir fari komi upp slíkur ágreiningur.

En það er vissulega dómstólanna að kveða á um það, en ekki löggjafans að hlaupa upp til handa og fóta í hvert einasta skipti, ef við teljum að það sé lögfræðilegur ágreiningur. (Forseti hringir.) Þá held ég að við værum nú ansi skotheld í löggjöfinni.