135. löggjafarþing — 45. fundur,  14. des. 2007.

skráning og mat fasteigna.

289. mál
[16:29]
Hlusta

Frsm. efh.- og skattn. (Pétur H. Blöndal) (S) (andsvar):

Frú forseti. Já, það var kannað hvað þetta mundi kosta sveitarfélögin. Þau andmæltu þessu gjaldi vegna þess að það væri óháð kostnaði af fasteignamati ef gjaldið yrði sett á varanlega, heldur mundi eingöngu breytast í takt við breytingu á verði fasteigna, algjörlega vélrænt, án þess að taka tillit til þess kostnaðar sem vinnsla slíkra gagna hjá Fasteignamatinu veldur.

Það er í og með þess vegna að hv. efnahags- og skattanefnd lagði til að þetta ákvæði stæði aðeins í eitt ár en yrði síðan gert í formi þjónustusamnings við sveitarfélögin.