135. löggjafarþing — 46. fundur,  14. des. 2007.

þingsköp Alþingis.

293. mál
[17:47]
Hlusta

Ellert B. Schram (Sf):

Herra forseti. Í gærkvöldi leyfði ég mér að rifja upp að á sínum tíma, þegar ég kom hingað til þings ungur og kappsamur í stjórnmálum, upplifði ég þau vonbrigði að þinghaldið í þessum sal einkenndist af silagangi og málþófi. Og nú þegar ég kem aftur eftir 35 eða 36 ár hefur margt breyst, miklu meiri tækniþjónusta og betri vinnuaðstaða er í þinginu almennt en sama ástandið er í þessum sal, silagangur, hraði snigilsins. Þessu verður að breyta. Þetta háir þinghaldi.

Ég held að það frumvarp sem hér er til afgreiðslu eigi eftir að skipta sköpum og gera okkur kleift að skipuleggja (Forseti hringir.) starfið betur. Ég held að það sé forsenda fyrir því að þingið geti gengið með eðlilegum hætti (Forseti hringir.) að hér sé gerð þessi breyting á þingskapalögum, ég lýsi ánægju minni með það og segi já.