135. löggjafarþing — 47. fundur,  15. jan. 2008.

Sultartangavirkjun.

[13:58]
Hlusta

Gunnar Svavarsson (Sf):

Virðulegi forseti. Ég vil hér örlítið vitna áfram í umrædda skýrslu hæstv. iðnaðarráðherra.

Þar segir á bls. 38:

„Við daglegan rekstur raforkukerfisins er þess ávallt gætt að reiðuafl geti þolað að stærsta vél kerfisins detti út, sem nú er 70 megavatta vél í Hrauneyjum.“

Hins vegar liggur ljóst fyrir að hér hafa 120 megavött dottið út. Um er að ræða 80 daga síðan það byrjaði að gerast.

Ég fagna því að iðnaðarráðherra hafi kallað forsvarsmenn Landsnets og Landsvirkjunar á sinn fund eins og mátti skilja. Ég skildi það sem svo að umrædd fyrirtæki hefðu ekki sent ráðuneytinu minnisblað, greinargerðir eða skýrslur vegna þessa máls sem hefur verið í gangi í nokkrar vikur. Ég vonast til þess að iðnaðarráðherra fái skýr svör hjá fyrirtækjunum á grundvelli þeirrar skýrslu sem hæstv. iðnaðarráðherra kynnti sjálfur á þinginu.