135. löggjafarþing — 47. fundur,  15. jan. 2008.

jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla.

142. mál
[16:19]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Það hefur mjög margt breyst á undanförnum árum, t.d. í menntun kvenna. Meiri hluti þeirra sem lýkur háskólaprófi eru konur núorðið og það getur vel verið að þetta sé tímabundið ástand þar til þær konur hafa fengið nægilega mikla reynslu í fyrirtækjunum til að ná upp en ég hef það á tilfinningunni þó að ég geti ekki sannað eitt eða neitt, að konur sæki minna fram og einhver hlýtur skýringin að vera. Ekki getur það verið að fyrirtækin vilji ekki nýta starfskrafta þeirra og græða á þeim eins og körlum. Ég get ekki ímyndað mér það. Mér finnst að það ætti að skoða og rannsaka hvernig stendur á því að ekki eru fleiri konur á aðalfundi Seðlabankans.