135. löggjafarþing — 47. fundur,  15. jan. 2008.

jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla.

142. mál
[16:21]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég verð að hryggja hv. þingmann með því að ég hef ekki svo mikinn áhuga á Jafnréttisráði. Það er bara þannig. Ég tel að það séu umbúðir um einhvern pakka, ég hef miklu meiri áhuga á innihaldinu. Það getur hver sem er sest niður og rannsakað það hvernig stendur á því að konur eru svona fáar á aðalfundi Seðlabankans og af hverju konur sækja ekki í hærri störf eða komast ekki þangað. Eða af hverju fyrirtæki vilja ekki nýta sér þessa hæfileika og þennan kraft í þjóðfélaginu því þetta skaðar fyrirtækin sjálf. Hvernig stendur á því? Það getur hver sem er rannsakað það og hann þarf ekki að vera í Jafnréttisráði til þess.