135. löggjafarþing — 47. fundur,  15. jan. 2008.

jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla.

142. mál
[16:55]
Hlusta

Kristinn H. Gunnarsson (Fl) (andsvar):

Í þeim samanburði sem ég greip til í máli mínu, að vísa til umræðu um útlendinga, var grunntónninn sá að menn eigi að líta á einstaklinginn og dæma hann af verkum sínum en ekki á þjóðerni eða kynþátt. Ég þekki ekki að til séu hundruð rannsókna sem sýni fram á að karlmenn séu líklegri til að vera ofbeldishneigðir en konur, ég þekki það bara ekki. Ég held að svo sé ekki, ég held að menn hafi þá ekki rannsakað alla hluti í málinu. Ég held að það eigi alveg jafnt við að sumir karlar beiti konur ofbeldi og hið gagnstæða, að konur beiti karla ofbeldi, ég held það. Sjálfsagt þarf að fara yfir það sem tiltækt er í þeim efnum. Ég er ekki sérfræðingur á þessu sviði og ef til eru rannsóknir sem sýna það þá beygi ég mig auðvitað fyrir þeirri þekkingu og vitneskju, en ég tel að svo sé ekki. Ég tel að ekki séu til upplýsingar sem sanna að karlmenn séu líklegri en konur til að beita aðra ofbeldi.