135. löggjafarþing — 48. fundur,  16. jan. 2008.

breytt fyrirkomulag umræðna um störf þingsins.

[13:34]
Hlusta

Kolbrún Halldórsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég þakka skýringar hæstv. forseta á þessum nýja framgangsmáta á þessum dagskrárlið um störf þingsins. Þar sem hæstv. forseti segir nú að ráðherrum verði ekki varnað máls en það sé ekki beinlínis ætlast til þess að þeir séu hér til andsvara eins og ef um utandagskrárumræður væri að ræða langar mig að vita hvort hæstv. forseti hyggist stýra mælendaskránni með þeirri reglu að ráðherrum verði gefið orðið um leið og þeir biðja um það, þ.e. að þeir verði teknir fram fyrir aðra ræðumenn í röðinni. Þá tel ég þurfa að liggja fyrir hvort ráðherrar hafi forgang inn á mælendaskrána fram fyrir almenna þingmenn.