135. löggjafarþing — 48. fundur,  16. jan. 2008.

neyðarsendar.

267. mál
[14:44]
Hlusta

samgönguráðherra (Kristján L. Möller) (Sf):

Hæstv. forseti. Ég hef ekki miklu við þetta að bæta nema því sem ég gleymdi í byrjun, að þakka hv. þingmanni fyrir að taka þetta mikilvæga mál upp á Alþingi og ýta við. En við skulum vona að okkur takist að halda áfram að vera í fremstu röð hvað þetta varðar þrátt fyrir lágmarkstilskipanir og kröfu frá Evrópusambandinu.