135. löggjafarþing — 48. fundur,  16. jan. 2008.

Sundabraut.

321. mál
[14:53]
Hlusta

Ásta R. Jóhannesdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Eitt brýnasta verkefnið sem við stöndum frammi fyrir er Sundabrautin. Ég veit ekki betur en að borgaryfirvöld, bæði meiri og minni hluti Reykjavíkurborgar, séu sammála um að fara jarðgangaleiðina. Ég treysti því að hæstv. ráðherra setji þetta mál í forgang.

Leiðirnar út úr borginni eru brýnustu verkefnin sem við stöndum frammi fyrir í samgöngumálum. Ég er sammála því að skynsamlegast sé að fara í göng. Það er ekkert sem segir að sú leið sé dýrari en aðrar leiðir eða Eyjaleiðin þegar upp er staðið. Ýmis kostnaður verður við aukna mengun, aukið umferðaróöryggi, og skert lífsgæði þeirra sem búa í þeim hverfum sem leiðin annars færi um. Þetta er líka framkvæmd til mjög langrar framtíðar. Við þurfum að setja pening í hana.

Við vitum að þetta kostar (Forseti hringir.) en ég treysti því að ekki verði dráttur á þessari framkvæmd sem við höfum rætt um á Alþingi í (Forseti hringir.) meira en áratug, a.m.k. frá því að ég sat í samgöngunefnd Alþingis. Ég skora á hæstv. ráðherra (Forseti hringir.) að drífa í málinu.