135. löggjafarþing — 48. fundur,  16. jan. 2008.

Sundabraut.

321. mál
[14:57]
Hlusta

Árni Johnsen (S):

Virðulegi forseti. Það er ekki óalgengt í björgum og fjalllendi landsins að sauðfé lendi í sjálfheldu. Og umferðin í Reykjavík er í sjálfheldu. Það er ekkert launungarmál að leysa þarf úr því máli.

Ég hvet hæstv. samgönguráðherra og ríkisstjórn til að taka af skarið og byggja göng þar sem það er hagstæðast fyrir alla umferðarþróun. Það er ysta leið að Laugarnesi. Það er alveg klárt mál að sú leið mun létta róðurinn í umferðinni í Reykjavíkurborg, höfuðborg landsins. Það skiptir miklu að hugsa til framtíðar í þessu máli. Þrengslin innarlega við Elliðaárnar eru næg þótt ekki verði bætt þar á greinum og fléttum heldur opna leiðina þar sem dyrnar standa (Forseti hringir.) inn í framtíðina.