135. löggjafarþing — 48. fundur,  16. jan. 2008.

tvöföldun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi.

322. mál
[15:15]
Hlusta

Karl V. Matthíasson (Sf):

Frú forseti. Ég vil eins og aðrir þingmenn þakka fyrir þessa fyrirspurn frá hv. þm. Árna Þór Sigurðssyni. Ég tek undir það sem hefur verið sagt. Hér er sagt: Tími höfuðborgarinnar er kominn. Ég vil segja að nú sé tími landsbyggðarinnar kominn. Bílaeign landsmanna hefur stóraukist undanfarin ár og það hefur kallað á enn meiri umferð en verið hefur. Flutningar með vörur og annað eru líka komnir á vegi landsins, vöruflutningabílar komnir á þjóðvegina með varning sem áður var fluttur með skipum. Allt kallar þetta á viðbrögð sem endurspeglast í umræðunum hér.

Þá vaknar sú spurning hvort ekki þurfi að setja enn meira fé í vegamál í landinu en gert er, annaðhvort með (Forseti hringir.) auknum sköttum á bifreiðar, með olíugjaldi eða bensíngjaldi (Forseti hringir.) eða einhverju öðru. Eitt er víst, þetta kostar peninga.