135. löggjafarþing — 48. fundur,  16. jan. 2008.

tvöföldun Hvalfjarðarganga.

323. mál
[15:31]
Hlusta

Karl V. Matthíasson (Sf):

Frú forseti. Við ræðum nú samgöngumál og búið er að tala um Sundabraut, tvöföldun jarðganga undir Hvalfjörð, tvöfalda leið upp í Borgarnes og svo Vesturlandsveg og Suðurland. Hér er náttúrlega um að ræða alveg gríðarlegar fjárhæðir og spurningin er auðvitað hvaðan peningarnir eiga að koma í allt þetta. Komið hefur fram hugmynd um að þeir sem eru á ökutækjum, í umferðinni, eigi að greiða kostnaðinn. Annaðhvort verður það gert þannig, þá beint með sköttum, olíugjöldum eða bensíngjöldum eða að setja gjald á hverja vegaframkvæmd. Ég er algjörlega andvígur því.

Það á að vera frítt fyrir þá sem fara um vegina þannig að ekki sé verið að skattleggja eina leið en ekki aðra. Það verður alla vega að vera eitthvert samræmi í hlutunum. Hvalfjarðargjaldið (Forseti hringir.) er orðin tímaskekkja í dag. Annaðhvort verðum við að taka það af eða að setja gjöld á fleiri leiðir.