135. löggjafarþing — 49. fundur,  17. jan. 2008.

jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla.

142. mál
[11:09]
Hlusta

Kristinn H. Gunnarsson (Fl) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við höfum ákveðið að styðja frumvarpið í öllum meginatriðum eins og fram kom í umræðunni. Ég gerði þó athugasemdir við skýringar við i-lið 1. gr. þar sem bætt er inn nýju markmiði með lögunum „að vinna gegn kynbundnu ofbeldi“. Við leggjumst auðvitað ekki gegn því markmiði en við gerum athugasemdir við þá skýringu sem á því er að finna með 1. gr. frumvarpsins. Við teljum hana ekki rétta og munum beita okkur fyrir því að það mál verði rætt í nefndinni á milli 2. og 3. umr. og skilgreiningunni breytt í samræmi við það sjónarmið sem við settum fram í umræðunni.