135. löggjafarþing — 49. fundur,  17. jan. 2008.

skyldunámsefni fyrir unglinga um ólík kjör og hlutskipti kvenna á norðurslóðum.

276. mál
[17:43]
Hlusta

Grétar Mar Jónsson (Fl) (andsvar):

Frú forseti. Ég fagna þessari þingsályktunartillögu og sérstaklega því sem snýr að mannréttindum. Ég fagna því að flutningsmenn ætli að berjast fyrir bættum mannréttindum í vestnorræna samstarfinu. Ég tel það mjög af hinu góða. Ég vænti þess að allir flutningsmenn standi líka vörð um mannréttindi á Íslandi, standi vörð um jafnrétti sem þeir eru að berjast fyrir með frumvarpinu og geri það á Íslandi líka. Á Íslandi höfum við verið að brjóta mannréttindi og við þurfum ekki hvað síst á því að halda að mannréttindabrotum linni.

Ég treysti því að allir flutningsmenn frumvarpsins, ég þekki nokkra, séu mannréttindasinnar og vilji ekki brjóta mannréttindi. Ég treysti því að þeir muni allir standa vörð um mannréttindi, líka á Íslandi.