135. löggjafarþing — 49. fundur,  17. jan. 2008.

skyldunámsefni fyrir unglinga um ólík kjör og hlutskipti kvenna á norðurslóðum.

276. mál
[17:47]
Hlusta

Grétar Mar Jónsson (Fl) (andsvar):

Hæstv. forseti. Tilefni þess að ég kvaddi mér hljóðs um þetta mál er að taka undir frumvarpið að stærstum hluta. Ég er líka að brýna menn, af því að verið er að fjalla um mannréttindi og brot á jafnræðisreglum, til að laga og leiðrétta það — ég þekki marga flutningsmenn og veit að þeir eru mannréttinda- og jafnréttissinnar og vil brýna þá til að huga að mannréttindum á Íslandi líka. Mannréttindi hafa verið brotin á Íslandi, ekki bara á börnum og konum — þau brot hafa þó bitnað á börnum og konum, og mismununin er til staðar á Íslandi.

Af hverju er ég að tala um þetta? Ég er að tala um álit sem mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna felldi rétt fyrir jólin. Ég er að brýna menn til þess að hugsa um mannréttindi og verja mannréttindi á Íslandi líka.