135. löggjafarþing — 50. fundur,  21. jan. 2008.

ástandið á Gaza-svæðinu.

[15:10]
Hlusta

utanríkisráðherra (Ingibjörg Sólrún Gísladóttir) (Sf):

Virðulegur forseti. Sendiherra Ísraels gagnvart Íslandi er staðsettur í Ósló og ég hafði ekki gert neinar ráðstafanir til að kalla á hana heldur sagði ég að ég mundi reyna að ná sambandi við Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, og gera henni grein fyrir þessum sjónarmiðum.

Varðandi eldflaugaárásirnar þá eru þær auðvitað líka ófyrirgefanlegar, eldflaugaárásirnar sem koma frá Gaza-ströndinni og hitta fyrir óbreytta borgara í Ísrael og það hafa um 250 slíkar farið á undanförnum mánuði. En það réttlætir ekki þá hóprefsingu sem gripið hefur verið til af hálfu Ísraelsmanna sem eiga að gæta meðalhófs í aðgerðum sínum og eiga að hafa öryggi óbreyttra borgara að leiðarljósi. Það eiga öll stjórnvöld að gera og ábyrgð þeirra er auðvitað mikil í því efni.