135. löggjafarþing — 50. fundur,  21. jan. 2008.

stjórn fiskveiða.

272. mál
[17:03]
Hlusta

Grétar Mar Jónsson (Fl) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil leiðrétta hv. þm. Jón Bjarnason að því leyti að hann talar um að erfiðara sé að fá fyrirgreiðslu til að kaupa kvóta eftir að sparisjóður á Ísafirði, ekki rétt? sameinaðist Sparisjóði Keflavíkur. Allir bankar hafa sett stopp á fyrirgreiðslu vegna lána til kvótakaupa og kannski ekki síst eftir að (Gripið fram í.) þetta álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Strax á haustdögum eftir niðurskurð í þorskkvótanum dróst fyrirgreiðsla til varanlegra kvótakaupa verulega saman. Kannski einhverjir þeirra hafi áttað sig á því að þróunin síðustu missirin er komin út í tóma vitleysu, eins og stundum er sagt.