135. löggjafarþing — 50. fundur,  21. jan. 2008.

stjórn fiskveiða.

272. mál
[18:56]
Hlusta

Atli Gíslason (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Það er bara svo að í frumvarpinu er ekkert minnst á það í lagatextanum að fénýta afla eða fénýta ekki afla. Ég fæ illa séð hvernig þetta frumvarp samrýmist 6. gr. um veiðar til eigin neyslu. Það þarf þá auðvitað að skoða, eins og hv. ráðherra nefndi réttilega, í nefndinni. Þetta var athugasemd sem ég verð að gera.

Ég heyrði enn þá ekki svar hæstv. ráðherra við því hvort hann gæti hugsað sér að setja ákveðin mörk á þennan afla, þ.e. að hann þurfi að fara yfir ákveðinn afla í tonnum eða hundruðum kílóa og þá taki kerfið við eða hvort þetta eigi að fara ofan í bara eitt kóð sem reglurnar geta mælt fyrir um. Þær eru þannig þessar reglur uppsettar. Þetta nær til kóðaveiða. Svo er spurning, eins og hv. þm. Jón Bjarnason kom með: Ef maður byggði nú nógu langa bryggju, hvort það þurfi ekki að fara að stöðva það líka.