135. löggjafarþing — 50. fundur,  21. jan. 2008.

stjórn fiskveiða.

272. mál
[18:57]
Hlusta

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Einar K. Guðfinnsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er nú oft talað um að mikið regluverk og mikið eftirlitskerfi sé í kringum sjávarútveginn. Ég óttast að ef leið hv. þingmanns — ég lít ekki þannig á að þetta hafi verið bein tillaga heldur kannski hugmynd sem hann kastaði hérna fram — ef hún yrði að veruleika þá mundi það fremur auka eftirlitsvinnuna í kringum sjávarútveginn og er nú kannski nóg samt. Þess vegna held ég að mikið sé til vinnandi að reyna að gera þessi mál þannig úr garði að við séum ekki að búa til frekari eftirlit heldur reynum að hafa þessar reglur almennari og taka á því þannig.