135. löggjafarþing — 50. fundur,  21. jan. 2008.

stjórn fiskveiða.

272. mál
[18:58]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég tek afdráttarlaust undir þau orð hæstv. ráðherra að þetta sé atvinnugrein sem þurfi að hlúa að og byggja upp. En er þetta þá það fyrsta sem þarf að gera, að setja hana inn í kvótakerfið, láta hana borga, kaupa sig inn í kvótakerfið? Hvar er veiðireynslan sem aðrar greinar sjávarútvegsins hafa fengið?

Herra forseti. Nú þegar þarf Hvíldarklettur á Suðureyri að sækja um eitthvað 400 leyfi og vottorð til að reka sína starfsemi. Ég veit að fjárhagur í nýjum atvinnutækifærum eins og í ferðaþjónustunni úti á landi er ekki svo góður þannig að ég spyr (Forseti hringir.) hæstv. ráðherra: Er hann með einhverjar aðrar aðgerðir á prjónunum til þess að þetta komi ekki bara sem íþyngjandi (Forseti hringir.) ákvarðanir af hálfu stjórnvalda? (Gripið fram í.)