135. löggjafarþing — 50. fundur,  21. jan. 2008.

stjórn fiskveiða.

272. mál
[19:07]
Hlusta

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Einar K. Guðfinnsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er ekki það að ég hafi ekki fullnægjandi rök fyrir nauðsyn þessa frumvarps. Hv. þingmaður er einfaldlega ósammála mér og þess vegna lætur hann eins og að ekki hafi verið flutt fyrir því fullnægjandi rök. Ég hef margfarið yfir það að eins og sakir standa í dag má segja sem svo að þessi nýja atvinnugrein sé háð miklum skerðingum á atvinnufrelsi vegna þess að í besta falli er réttur hennar mjög óskýr til þess að geta fénýtt afla. Það sem við erum að gera hérna núna er í þágu almannahagsmuna og þessarar atvinnugreinar, við erum að reyna að búa til lagalegt umhverfi sem tryggir að menn geti haft af því tekjur að selja þennan afla sem dreginn er á land (Gripið fram í.) sem ekki er hægt að gera vegna þess að um tómstundaveiðarnar gilda ákveðnar reglur.