135. löggjafarþing — 51. fundur,  22. jan. 2008.

útlendingar.

337. mál
[16:28]
Hlusta

dómsmálaráðherra (Björn Bjarnason) (S) (andsvar):

Herra forseti. Varðandi umsagnirnar og handbókina þá stend ég að handbókinni en ég má hafa mína skoðun á málinu engu að síður. Ég lýsi henni hér og tel að þetta sé rétti vettvangurinn til að lýsa því en ekki uppi í ráðuneyti hjá mér. Auðvitað er unnið samkvæmt því að fá sem flestar umsagnir samkvæmt handbókinni áður en mál koma inn í þingið. Ég tel hins vegar mjög mikilvægt fyrir þingmenn að velta þessu máli fyrir sér úr því að hv. þingmaður vék að því í upphafi þessa máls.