135. löggjafarþing — 51. fundur,  22. jan. 2008.

útlendingar.

337. mál
[16:30]
Hlusta

dómsmálaráðherra (Björn Bjarnason) (S) (andsvar):

Herra forseti. Varðandi þetta viðfangsefni með konurnar sem búa við þessar sérstöku aðstæður verður að taka á því í samræmi við gildandi lög og fara yfir það. Ef hv. þingmaður telur að breyta þurfi lögum til að koma til móts við sjónarmið hans vænti ég þess að það komi fram í allsherjarnefnd.

Varðandi hitt um framfærsluna er hægt að gera það með reglugerð og heimildir eru til þess. Ég tel skynsamlegt að gera það með reglugerð vegna þess að um breytilegar tölur getur verið að ræða og sjónarmið sem ekki þurfa endilega að koma hér í þingið ef ég fæ þær heimildir.