135. löggjafarþing — 52. fundur,  23. jan. 2008.

störf þingsins.

[13:40]
Hlusta

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég ætla að ræða annað mál sem ég tel mjög brýnt að við ræðum á þessari stundu. Hið sanna eðli NATO sem árásarbandalags er sífellt betur að koma í ljós ásamt því að forráðamenn þar á bæ telja sér greinilega leyfast framkoma sem öðrum aðilum mundi ekki leyfast óátalið af alþjóðasamfélaginu. Í ljósi frétta síðustu daga um að fyrrverandi yfirhershöfðingjar og herráðsformenn leggi áherslu á að Atlantshafsbandalagið sé reiðubúið að beita kjarnorkuvopnum að fyrra bragði vil ég í fjarveru hæstv. utanríkisráðherra spyrja hv. formann utanríkismálanefndar, Bjarna Benediktsson, hver stefna ríkisstjórnarinnar sé í þessu máli og hvort Íslendingar hyggist beita sér gegn því innan NATO að bandalagið beiti ekki undir nokkrum kringumstæðum kjarnorkuvopnum að fyrra bragði.

Einnig hefði verið fróðlegt að heyra álit hv. varaformanns utanríkismálanefndar, Árna Páls Árnasonar, á þessu en hann er víst staddur í útlöndum.