135. löggjafarþing — 52. fundur,  23. jan. 2008.

innflutningur landbúnaðarvara.

296. mál
[15:25]
Hlusta

Fyrirspyrjandi (Pétur H. Blöndal) (S):

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin. Það er reyndar neikvætt að menn skuli ekki hafa fylgst betur með innanlandsmarkaði og vitað hvað þetta hlutfall hefur hækkað eða lækkað. Hins vegar sýnist mér að ráðuneytið hafi gripið til úrræða til að koma í veg fyrir það sem menn voru farnir að tíðka, að bjóða í kvótann og flytja hann svo ekki inn. Það leiðir til þess að aukinn agi myndast í þessum viðskiptum og varan er flutt inn sem mun þá lækka verð til neytenda. Ég er afskaplega ánægður með að ráðherrann skuli hafa gripið til þessara agaaukandi aðgerða.