135. löggjafarþing — 55. fundur,  30. jan. 2008.

störf án staðsetningar -- kostnaður við Kárahnjúkavirkjun.

[13:56]
Hlusta

Forseti (Magnús Stefánsson):

Vegna orða hv. þm. Álfheiðar Ingadóttur sem hún beindi til forseta mun forseti láta kanna þetta mál. Það er rétt sem fram kom að sá frestur er liðinn sem áskilinn er í þingsköpum til að skila skýrslu. Forseti mun sjá til þess að viðkomandi ráðherra verði gert viðvart um að sá tími sé liðinn og verður rekið á eftir því að viðkomandi skýrsla verði lögð hér fram.