135. löggjafarþing — 56. fundur,  30. jan. 2008.

landshlutabundin orkufyrirtæki.

301. mál
[15:41]
Hlusta

Kristinn H. Gunnarsson (Fl):

Virðulegi forseti. Mér þykir miður að hæstv. ráðherra skuli sjá svona marga annmarka á þeirri hugmynd sem felst í fyrirspurninni. Ég hefði talið landsvæðinu verulega til ávinnings ef menn hefðu fikrað sig í þá átt.

Mig langar að hvetja hæstv. ráðherra þrátt fyrir þetta til þess að líta á framleiðsluna á þessu svæði meira í samhengi við atvinnusköpun á sama landsvæði, hugsa sérstaklega til Blönduvirkjunar og beita sér fyrir því að raforka sem þar er framleidd verði notuð til atvinnusköpunar á Norðurlandi. Ég tel algjörlega nauðsynlegt að stjórnvöld átti sig á og reyni að tvinna saman auðlind til landsins og nýtingu þeirra og búsetuna. Á því er mikil (Forseti hringir.) þörf, virðulegi forseti.