135. löggjafarþing — 57. fundur,  31. jan. 2008.

flug herflugvéla.

[10:50]
Hlusta

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. utanríkisráðherra fyrir svörin þó svo að innihald þeirra valdi mér nokkrum vonbrigðum. Mér finnst við ekki taka nógu alvarlega þær hættur sem geta stafað af heræfingum hér við land. Það er alkunna í löndunum í kringum okkur að borgaralegt flug og æfingar herflugvéla fara illa saman og ég tel að fregnirnar frá Danmörku séu ekkert einsdæmi í þeim efnum.

Ísland á ekki að vera í hlutverki æfingabúða fyrir orrustuflugmenn erlendra ríkja og hæstv. ráðherrar ríkisstjórnarinnar ættu að sjá sóma sinn í því að tryggja öryggi flugfarþega og afþakka bara að öllu leyti herflugsæfingar við landið.