135. löggjafarþing — 57. fundur,  31. jan. 2008.

flug herflugvéla.

[10:51]
Hlusta

utanríkisráðherra (Ingibjörg Sólrún Gísladóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Ég held að ég geti fullyrt að íslensk stjórnvöld gera það sem í þeirra valdi stendur til þess að tryggja öryggi flugfarþega, hvort sem það er í almennu flugi eða æfingaflugi og gera ekkert það sem getur með einhverjum hætti stofnað lífi eða limum flugfarþega í hættu. Það held ég að við hljótum öll að vera nokkuð fullviss um.

Varðandi æfingarnar þá held ég eins og ég sagði áðan, virðulegi forseti, að þegar um heræfingar er að ræða sé þannig frá málum gengið að ekki eigi að vera hætta á ferðum.