135. löggjafarþing — 57. fundur,  31. jan. 2008.

loðnuveiði og úthafsrækjuveiðar.

[10:56]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin og bæti við þeirri spurningu hvort ráðherrann hyggist beita sér fyrir því að t.d. loðnuflotinn verði fenginn til þess að gera átak í loðnuleit á næstu dögum eða hvernig hyggst hæstv. ráðherra standa að þessu með öðrum hætti en þeim að nota eitt rannsóknaskip til leitarinnar?

Í annan stað vil ég segja að ég tel að takmörkun á veiðum á úthafsrækju undir núverandi kringumstæðum með árareynslu af því að veiðiheimildir hafa ekki náðst, fái ekki staðist og að viðhalda því kerfi að veiðiheimildirnar skuli teknar frá öðrum aðilanum og fyrir það greitt fé, þótt í litlum upphæðum sé, vegna þess að ekki eru lagalegar forsendur að mínu mati til þess að hamla þeirri atvinnustarfsemi.