135. löggjafarþing — 57. fundur,  31. jan. 2008.

Ísland á innri markaði Evrópu.

350. mál
[18:00]
Hlusta

Kristinn H. Gunnarsson (Fl) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er allt rétt sem hv. þingmaður segir um þessi tvö frumvörp, þau eru til þess að skýra þá stefnu sem verið hefur og til að rýmka í ákveðnum atriðum reglurnar frá því sem hefur gilt. Það er fagnaðarefni. Ég ítreka bara þau sjónarmið sem ég setti fram þá og nú að ég tel að ganga þurfi lengra í að rýmka reglurnar gagnvart fólki utan Evrópska efnahagssvæðisins. Ég fagna því að heyra hér hljómgrunn fyrir þeim viðhorfum og vona að við getum náð saman um einhverjar breytingar í meðförum þessara tveggja frumvarpa á þinginu í vor.