135. löggjafarþing — 58. fundur,  4. feb. 2008.

GSM-samband og háhraðatengingar.

[15:22]
Hlusta

Kristinn H. Gunnarsson (Fl):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin og hvet hann til að ýta enn frekar eftir því að þessi mál gangi fram af meiri hraða en verið hefur. Það er full ástæða til að svo verði.

Mig langar að spyrja hann aftur um útbreiðslu uppbyggingar GSM-sambands á vegum Fjarskiptasjóðs. Það er vissulega gott að símafyrirtækin tvö byggi upp fjarskiptakerfi sitt, en það er eðlilegt að þau reyni að hraða uppbyggingu hvort um sig eða sameiginlega því að fyrir símnotendur er aðalatriðið að fjarskiptakerfið sé byggt upp og að fyrirtækin hafi síðan samninga sín í milli, svokallaða reikisamninga, sem geri notendum kleift að nýta nýju sendana og tala í síma sína um þá óháð því hvor aðilinn hefur komið upp þessu kerfi.