135. löggjafarþing — 58. fundur,  4. feb. 2008.

siglingar olíuflutningaskipa í efnahagslögsögunni.

[15:28]
Hlusta

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. dómsmálaráðherra fyrir þessi svör. Ég verð að viðurkenna að mér þykir hann hugsa nokkuð langt fram í framtíðina. Árið 2009, eftir tvö ár, munu koma bæði nýtt skip og ný flugvél, og nýjar þyrlur 2014. Þá munu hins vegar þessar siglingar olíuflutningaskipa væntanlega hafa tífaldast og þessi umferð vera 400 skip á ári.

Ég hlýt að hvetja hæstv. ráðherra til dáða í þessum efnum. Það er ljóst að hægt er að grípa til margháttaðra aðgerða, m.a. með því að setja upp ratsjár og auka eftirlit og stýringu á þessum siglingum, en það þarf líka að huga að því í tíma hvað verður ef menn ætla sér að halda þeim áformum fram sem heyrst hafa um að setja ofan á allt saman olíuhreinsistöð á þetta sama siglingasvæði norðan við landið. (Forseti hringir.)