135. löggjafarþing — 58. fundur,  4. feb. 2008.

nýtt starfsheiti fyrir ráðherra.

248. mál
[17:22]
Hlusta

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér sýnist nokkuð greinilegt að málskilningur okkar hv. þm. Marðar Árnasonar er ekki alveg sá sami. (Gripið fram í: Hann er íslenskufræðingur.) Hann er íslenskufræðingur en ég nota íslenskuna dagsdaglega þannig að ég hlýt að mega hafa skoðanir á málinu þó svo að ég sé ekki sérfræðingur á sviðinu.

Ég lagði áherslu á það í mínu máli að áherslan í orðinu væri ekki á orðið „ráð“ heldur einmitt á seinni partinn, „herra“. Í mínum huga fylgir það því orði að þú ert yfir einhverjum, þú ert hærra settur en einhver annar og það er það sem ég set út á í þessu orði en ekki forskeytið „ráð“.