135. löggjafarþing — 60. fundur,  6. feb. 2008.

mannréttindabrot í Guantanamo.

[13:48]
Hlusta

Arnbjörg Sveinsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég tel reyndar rétt að skoða allar hugmyndir og þessa eins og hverja aðra. Ég tel hins vegar ekki líklegt að þetta verði niðurstaðan.

Við í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd áttum ágætan fund með Bændasamtökunum í morgun í húsakynnum þeirra. Það var mjög fróðleg og góð heimsókn. Af forustumönnum var að skilja að þessi hugmynd væri ekki líkleg til að ná eyrum bænda.

Hins vegar hefur það komið fram, að menn vilja feta sig frá kvótakerfinu. Það hefur Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, sagt opinberlega og auðvitað á að skoða þær leiðir sem mögulegar eru í því efni.

Ég tek undir það að allur hinn vestræni heimur hefur stutt bændur. Það er ekki síst gert með neytendasjónarmið í huga. Með einhverjum hætti verður þessi stuðningur að berast til bænda en að sjálfsögðu að samræmast öllum þeim alþjóðlegu samningum sem við höfum gert og erum aðilar að.

Ég tek undir það líka að við verðum að huga að fæðuöryggi í landinu, bæði heilbrigði fæðunnar og stuðla að því að þjóðin geti brauðfætt sig með sem hagkvæmustum hætti. Við verðum að hafa það í huga að þjóðin eigi þá möguleika.