135. löggjafarþing — 60. fundur,  6. feb. 2008.

skimun fyrir krabbameini.

330. mál
[14:05]
Hlusta

Þuríður Backman (Vg):

Hæstv. forseti. Ég vil þakka hv. fyrirspyrjanda fyrir að vekja athygli á þessu máli sem var niðurstaða þingsályktunartillögu sem var samþykkt í mars 2007. Ég taldi sannast sagna að undirbúningurinn væri komin lengra á veg en raun ber vitni samanber svar hæstv. ráðherra.

Það er þó ánægjulegt að vita að það skuli þó vera vinna í gangi. Þetta er næstalgengasta krabbamein sem greinist á Íslandi, það leggur marga að velli en það eru möguleikar á að greina þennan sjúkdóm á fyrri stigum en gert er í dag. Það eru rannsóknir í gangi til þess að finna nýjar rannsóknaraðferðir og ég tel mikilvægt að þeim sé fylgt eftir. (Forseti hringir.) Ég tel líka mikilvægt að skimunin geti farið fram á öllum heilsugæslustöðvum úti um allt land svo fólk þurfi ekki að leita hingað suður til Krabbameinsfélagsins þegar (Forseti hringir.) leitin fer í gang.