135. löggjafarþing — 62. fundur,  7. feb. 2008.

fjáraukalög.

148. mál
[15:44]
Hlusta

Magnús Stefánsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta fannst mér meira vera innlegg af hálfu hv. þingmanns en beint andsvar við ræðu mína og ég get út af fyrir sig tekið undir allt sem hann sagði.

Hins vegar hlýtur sú spurning að vakna í huga manns þegar við ræðum málið með þessum hætti, hvert hugur fyrirtækisins stefnir í þessu máli. Ég hef engu við það að bæta sem hv. þingmaður sagði hér. Það var allt eðlilegt og rétt til vísað.