135. löggjafarþing — 62. fundur,  7. feb. 2008.

fjáraukalög.

148. mál
[15:58]
Hlusta

Kjartan Ólafsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Svar mitt er einfalt, ég mun segja já við því. Það er kjarni þess sem ég sagði í ræðu minni áðan, að fara og skoða málin heildstætt en ekki með tilliti til þessa tiltekna verkefnis í sjálfu sér. Ég vil að það komi skýrt fram að ég hef ekki verið að tala um að Spölur væri ekki trúverðugt fyrirtæki, ég var að tala um samningana og framkvæmdir sem slíkar en ég nefndi hvorki Spöl né Hvalfjarðargöng í því dæmi, það má alls ekki blanda því saman.

Ég er sammála hv. þingmanni í því að þessi mál þarf að skoða heildstætt.