135. löggjafarþing — 65. fundur,  19. feb. 2008.

yfirlýsing ráðherra.

[14:24]
Hlusta

Siv Friðleifsdóttir (F):

Virðulegur forseti. Það er mjög sérstakt að hlusta á þá umræðu sem hér fer fram um fundarstjórn forseta. Ég tel mjög réttmætt þegar fram fer umræðu eins og hér hefur farið fram, þar sem við fáum tækifæri til að ræða um mikilvæg mál í samfélaginu, að þá tali talsmenn flokkanna eins og þeir hafa gert hér og það er ósköp eðlilegt að við fáum svör við þeim spurningum sem hljóta að koma upp við slík tækifæri. Mér fannst samt heldur óréttmætt hvernig vinstri grænir kjósa að ráðast að hæstv. forseta þingsins (ÖJ: Og líka þá meiri hlutinn allur?) og vil sérstaklega koma því á framfæri að mér þykir þessi umræða fara út fyrir öll eðlileg mörk. Við hljótum að geta staðið saman um það á þinginu að ræða mál með þeim hætti (Gripið fram í.) að þar sé einhver sanngirni og þó að Vinstri hreyfingin – grænt framboð þreytist seint á því (Forseti hringir.) að segjast vera stærsta stjórnarandstöðuaflið á þinginu þá kastar nú tólfunum þegar við (Forseti hringir.) getum ekki einu sinni rætt mál eins og nú er rætt um nema árásir komi úr þeirri áttinni.