135. löggjafarþing — 66. fundur,  20. feb. 2008.

samgöngur á sjó til og frá Vestmannaeyjum.

378. mál
[14:26]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg):

Herra forseti. Ég tel það fullkomlega eðlilega kröfu um jafnræði allra landsmanna að samgöngur við Vestmannaeyjar, milli lands og Eyja, séu eins góðar og nokkur kostur er. Ég tek undir orð þeirra sem hafa bent á hve brýnt er að fá nýja Vestmannaeyjaferju, sem uppfylli auknar kröfur bæði til flutninga á fólki og vörum. Gott og vel með höfn í Bakkafjöru o.s.frv. Það er nokkur ár fram í tímann.

Ég legg áherslu á að gjaldtaka fyrir ferðir milli lands og Eyja ætti að vera með þeim hætti að íbúum sé ekki mismunað hvað það varðar. Það á alls ekki að vera dýrara að fara með ferju á milli þessara landshluta (Forseti hringir.) heldur en það tæki að fara á bíl (Forseti hringir.) ef vegur lægi á milli, herra forseti.