135. löggjafarþing — 66. fundur,  20. feb. 2008.

flug milli Vestmannaeyja og lands.

355. mál
[14:32]
Hlusta

samgönguráðherra (Kristján L. Möller) (Sf):

Hæstv. forseti. Spurningin sem hér er lögð fram af hv. þm. Árna Johnsen um flug milli Vestmannaeyja og lands hljóðar svo:

„Eru mörg dæmi um að Flugfélag Vestmannaeyja hafi flogið á milli lands og Eyja á sl. sex mánuðum þegar Flugfélag Íslands hefur ekki flogið?“

Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum fengið frá flugvalla- og leiðsögusviði Flugstoða ohf. er niðurstaðan þessi: 3. október 2007 fór Flugfélag Vestmannaeyja eina ferð en komst ekki til baka vegna þoku. 5. nóvember 2007 fór Flugfélag Vestmannaeyja tvær ferðir.

Með öðrum orðum, það voru þrjár ferðir á þessu tímabili sem Flugfélag Vestmannaeyja flaug en ekki Flugfélag Íslands. Rétt er að geta þess að fleiri dæmi eru um að Flugfélag Íslands hafi flogið á þessu tímabili en Flugfélag Vestmannaeyja ekki. Á tímabilinu hefur Flugfélag Vestmannaeyja farið 3.279 ferðir og Flugfélag Íslands 303 ferðir. Í báðum tilfellum er átt við ferðir fram og til baka.