135. löggjafarþing — 66. fundur,  20. feb. 2008.

flug milli Vestmannaeyja og lands.

355. mál
[14:33]
Hlusta

Bjarni Harðarson (F):

Herra forseti. Mig langar til að víkja aðeins að þessari umræðu vegna þess að hún kemur í rauninni inn á þátt sem er mikilvægt að ræða aðeins um og það er hversu viðkvæmt það er þegar ríkið styrkir einn samgöngumöguleika en aðra ekki. Það er viss skekkja í samkeppninni um samgöngur til Vestmannaeyja út af þessu máli og það er þessi mismunur í samkeppnisstöðu milli Flugfélags Vestmannaeyja annars vegar og Flugfélags Íslands hins vegar í samgöngum þeirra sem ég tel rétt að samgönguráðherra sé meðvitaður um. Þó svo að það sé ekki oft sem fært er milli Bakka og Eyja og ófært til Reykjavíkur þá er það ekki aðalatriðið heldur það (Forseti hringir.) að samgöngurnar upp á Bakka eru afar mikilvægar og þess vegna er mikilvægt að við leggjum líka eitthvað til stuðnings þeim samgöngum.