135. löggjafarþing — 66. fundur,  20. feb. 2008.

líffæragjafar.

380. mál
[14:48]
Hlusta

Huld Aðalbjarnardóttir (F):

Virðulegi forseti. Það er öllum ljóst að þegar aðstandendur þurfa að taka ákvörðun um það hvort gefa eigi líffæri eru aðstæður mjög erfiðar og eðlilega erfitt fyrir þá að taka slíkar ákvarðanir. Ég tel því að brýnt sé að skoða lagalega stöðu slíks líffæragjafakorts þannig að vilji hins látna sé virtur og sú göfuga hugsjón sem er að baki því að gefa líffæri til að bjarga öðrum sé virt. En ég vil ítreka að þessi mál verði skoðuð, hvort grundvöllur sé fyrir því að líffæragjafakortið fái lagalega stöðu.