135. löggjafarþing — 67. fundur,  21. feb. 2008.

Garðyrkjuskólinn á Reykjum.

[11:04]
Hlusta

Atli Gíslason (Vg):

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið og ég vil deila áhyggjum hennar í þessari óvissu. Það er allt betra í þessu máli en óvissa og hæstv. ráðherra á, herra forseti, að taka af skarið, svara meiri hluta bæjarstjórnar Hveragerðis, sem skipuð er sjálfstæðismönnum, af eða á strax. Það hefur heyrst eða ég hef heyrt það að skólinn sé að leita hófanna með húsnæði í Reykjavík og ég spyr hæstv. ráðherra: Er það rétt? Hvaða byggðastefna er fólgin í því að flytja þessa merkilegu menningar- og menntunarstofnun til Reykjavíkur? Er þetta rétt, hæstv. ráðherra?