135. löggjafarþing — 67. fundur,  21. feb. 2008.

Garðyrkjuskólinn á Reykjum.

[11:05]
Hlusta

menntamálaráðherra (Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir) (S):

Herra forseti. Varðandi síðasta atriðið þá er mér ekki kunnugt um það og ég heyri þetta í fyrsta sinn núna. En hins vegar vil ég undirstrika að það þarf að koma þessum málum á hreint og það mun ég gera nú á næstunni í samvinnu við það umhverfi sem Garðyrkjuskólinn starfar í. Ég held að það sé mikilvægt um leið að við tökum tillit til þeirra breytinga sem ég vona náttúrlega að hv. Alþingi samþykki nú á vordögum því þau fela í sér margvísleg tækifæri fyrir framhaldsskóla, fyrir það að tengja m.a. frumgreinadeildir inn í framhaldsskólana, tengja betur framhalds- og háskólastig. Þess vegna tel ég brýnt að þingheimur sameinist um þær breytingar sem ég hef boðað á skólakerfinu. Það m.a. mun stuðla að því að við fáum hreinar og skýrar línur varðandi framtíð Garðyrkjuskólans á Reykjum.