135. löggjafarþing — 67. fundur,  21. feb. 2008.

þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður.

403. mál
[17:36]
Hlusta

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Frumvarp þetta sem hér er til umræðu er eins og hv. þm. Ögmundur Jónasson sagði byggt á samkomulagi sem gert var á Alþingi fyrir jól og það verður auðvitað að standa við samkomulag sem gert hefur verið. Ég hlýt hins vegar að lýsa þeirri skoðun minni að að því er snertir þennan hluta þessa samkomulags þá hefði ég talið það mun heppilegra ef þeim peningum sem á að verja til að greiða aðstoðarmönnum landsbyggðarþingmanna hefði verið varið til að styrkja störf þingsins og þá kannski sérstaklega nefndasviðið.