135. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2008.

ólögmæt veðmálastarfsemi.

[15:15]
Hlusta

Ellert B. Schram (Sf):

Herra forseti. Með allri virðingu fyrir vinsældum pókersins þá er staðreyndin sú að fjárhættuspil og veðmálastarfsemi er bönnuð samkvæmt lögum. En hér eru gerðar undanþágur líka samkvæmt lögum um að samtök í góðgerðarmálum, líknarmálum og íþróttum eftir atvikum hafa sérstök leyfi til þess að reka veðmálastarfsemi sem felst þá fyrst og fremst í happdrættum, í lottói og spilakössum.

Ég held að hvað sem líður þróuninni á hinum alþjóðlega markaði og í gegnum netið þá verði dómsmálayfirvöld og löggæslan að taka á þeirri ólöglegu starfsemi sem þrífst hér, því miður, víða um land og eykur spilafíkn og flytur allan hagnaðinn af þessari starfsemi út til einkaaðila eða jafnvel til útlendinga.